Dagskrá deildarsýningar 24. maí

Það er flott skráning á deildarsýninguna okkar sem verður haldin laugardaginn 24. maí á Víðistaðatúninu í Hafnarfirði. Dómar byrja kl. 10:00. Úrslit hefjast 13:30 eða strax að loknum dómum.

Hringur 1 – Dinanda Mensink frá Hollandi dæmir Labrador.
Hringur 2 – Marjo Jaakkola frá Finnlandi dæmir Flat Coated, Golden og Nova Scotia Duck Tolling (í þessari röð). Stefanía Stella Baldursdóttir dæmir svo unga sýnendur.

Nokkur praktísk atriði til þess að hafa í huga.

  • Það eru næg bílastæði – við leggjum okkur fram við að leggja vel og löglega. Það eru stæði vestan við túnið sem hægt er að nýta. Ef það verður athöfn í kirkjunni þá reynum við að leyfa þeim að hafa þau stæði.
  • Við tökum upp eftir hundana okkar og allir hundar eru í taumi.
  • Salernisaðstaða fyrir mannfólkið er einnig til staðar (klósetthús við tjaldsvæðið).
  • Þetta er gaman, þetta á að vera gaman og allir fara heim með besta hund sýningar sama hvað dómarinn segir.
  • Sýningarskráin verður aðgengileg kl 09:00 að morgni sýningardags.