Dýralæknarnir Arna Ólafsdóttir og Guðrún Hrefna Guðjónsdóttir ætla að halda erindi fyrir okkur og fara yfir það helsta sem við þurfum að hafa í huga til þess að passa upp á og koma okkar hundum heilum heim.
Þó þetta sé aðallega hugsað fyrir veiðihunda á veturna þá á þetta erindi líka við þá sem stunda vetrarfjallamennsku með sínum hundum eða aðra útivist í náttúru Íslands.
Til sýnis verða sjúkratöskur hugsaðar fyrir hunda sem skyndi.is setti saman í samráði við deildina og hægt verður að panta tösku – nánar um það á viðburðinum okkar.
Retrieverdeild stendur fyrir þessum viðburði og skráning ekki nauðsynleg nema að við biðjum ykkur um að melda ykkur á viðburðinn. Þá veit Gísli hversu margar könnur af kaffi hann þarf að hella upp á.
https://www.facebook.com/events/1130862088654570
Hvenær: Mánudagskvöldið 20. október – byrjar 19:30
Hvar: Sal HRFÍ, Melabraut 17
Aðgangur: Opið öllum áhugasömum – ókeypis
Okkur hlakkar til að sjá sem flesta á þessum viðburði, kær kveðja, stjórnin.