Opnað hefur verið fyrir skráningu á próf nr. 202406 og 7 sem haldin verða í landi Berjaklappar í Eyjafirði 22. og 23. júní nk.
Opið verður fyrir skráningu þar til á miðnætti 16. júní. Þátttakendum er bent á að greiða prófgjaldið kr.8.130 inná reikning HRFÍ 0515-26-707729 og kt. 680481-0249. Eins er þátttakendum bent á að til að geta tekið þátt þarf stjórnandi að vera búinn að greiða ársgjald í HRFÍ og ef eigandi er annar en stjórnandi þarf viðkomandi líka að vera búinn að greiða ársgjald í HRFÍ.
Dómari verður Ragnhild Hammerbo frá Noregi, fulltrúi HRFÍ er Kjartan I. Lorange báða dagana.
Prófstjórar eru Fanney Harðardóttir og Sigurður B. Sigurðsson
Að venju verða veitt verðlaun fyrir besta hundi í flokki og eru þau veitt af Eukanuba. Þeir hundar sem ná fyrstu einkunn í sínum flokki hljóta einnig verðlaun frá deildinni.
Stigahæsti hundur samanlagt báða dagana hlýtur Ljósavíkurbikarinn sem er gefinn af Ingólfi og Nínu sem standa að Ljósavíkurræktun.
Berjaklöpp er rétt innan við Akureyri austanmegin í firðinum. Góð svæði fyrir próf og áhorfendur, að venju skerpum við á umgengni á prófstað og góða skapinu.
Við vonumst eftir góðri skráningu, vinsamlega verið í sambandi við prófstjóra ef þið getið starfað á prófinu, eins þátttakendur sem geta unnið í öðrum flokkum.
Styrktaraðilar eru www.eukanuba.com og www.bendir.is