Ný nefnd og söfnun gagna

Á síðasta ársfundi deildarinnar var ný nefnd stofnuð, nefnd um heilbrigði retriverhunda. Nefndarkonur eru Sesselja Guðrún Sigurðardóttir og Erla Heiðrún Benediktsdóttir.

Nefndin mun með tímanum fjalla um sjúkdóma sem herja á retrievertegundir og hefur nú sett inn upplýsingar um þann fyrsta, EIC eða exercise induced collapse sem finnst aðalega í labradorum en eitthvað í öðrum retrievertegundum. Til að byrja með verður þetta undir “Ræktun” og þar undir “Heilbrigði”.

Mikil aukning hefur verið á DNA-prófunum fyrir þessum sjúkdómi og leitaði stjórn deildarinnar til Vísindanefndar HRFÍ sem mælti með að ekki yrðu settar skorður á ræktun út frá niðurstöðum þessara DNA prófa heldur verði gögnum safnað í 3 ár hið minnsta til þess að kanna stöðu stofnsins og þá til hvaða aðgerða sé eðlilegt að grípa án þess að skerða alvarlega erfðafjölbreytileika stofnsins. Heilbrigðisnefndin lagði einnig til að nefndin sæi um að halda utan um upplýsingarnar fyrir deildina og biðlum því til þeirra sem hafa nú þegar eða ætla að láta DNA prófa fyrir EIC að senda okkur niðurstöður prófanna, þó svo að þær hafi þegar verið sendar til skrifstofu HRFÍ. Mikilvægt er að upplýsingar séu sendar, hverjar svo sem niðurstöðurnar eru til að fá sem réttasta mynd af stöðu stofnsins. Aðrar DNA niðurstöður eru einnig vel þegnar.

Tölvupóstur nefndarinnar er retrieverheilbrigdi@gmail.com

Með von gott samstarf þar sem heilbrigði hundanna er hagur okkar allra.