Veiðipróf 202208 verður haldið á Murneyrum við Þjórsá á laugardaginn 6.ágúst og verður nafnakall kl.09.00
Ekið er í gegnum Selfoss frá Reykjavík og síðan upp Skeiðaafleggjara vegur númer 30. hægra megin um það bil 16 km frá gatnamótum. Verður vel merkt.
Veiðipróf 202209 verður haldið við Þjórsá í landi Þrándarholts sunnudaginn 7.ágúst og er nafnakall kl.9.00
Ekið er sömu leið í gegnum Selfoss frá Reykjavík og upp Skeiðaafleggjar númer 30 þar til komið er að gatnamótum að Þjórsárdalsvegi númer 32 til hægri þá er ekið um 3 km þar til komið er að Þrándarholti, beigt er til hægri við útihús og verður merki við veginn.
Eins og fyrr stólum við á sjálfboðaliða og þátttakendur að aðstoða við prófið.
Allir velkomnir og tilvalið að taka helgina í að fylgjast með retrieverhundum vinna og hitta annað áhugafólk um hunda.
Prófstjórar
Víðir og Guðrún
Styrktaraðilar eru www.eukanuba.com, www.bendir.is og www.fabrand.com