Búið að opna fyrir skráningu á próf 202208 og 9

Opnað hefur verið fyrir skráningu á próf 202208 og 09  sem haldin verða helgina 6. og 7. ágúst nk.  

Dómari verður Susanne Andersen frá Danmörku, fulltrúi HRFÍ verður Sigurður Magnússon, prófstjóri Víðir Lárusson.

Þessi próf verða við Þjórsá og nákvæm staðsetning kemur fram hjá prófstjóra þegar nær dregur.

Að venju verða veitt verðlaun fyrir besta hundi í flokki og eru þau veitt af Eukanuba.

Aukalega verða aukaverðlaun á seinna prófinu 7.ágúst veitt af FA (Final Approach) fyrir besta hund í flokki.

Eins og venja fær besti hundur í ÚFL seinni daginn Retriever bikarinn sem er gefinn af Kolkuósræktun og er farandbikar.

Á þessu prófi verður notuð hefðbundin bráð eins og undanfarin ár: svartfugl, mávur endur og í OFL og ÚFL verða hugsanlega gæsir.

Starf eins og við höldum úti stendur og fellur með þátttakendum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum.

Við vonumst eftir góðri skráningu, vinsamlega verið í sambandi við prófstjóra ef þið getið starfað á prófinu, eins þátttakendur sem geta unnið í öðrum flokkum.

Styrktaraðilar eru www.eukanuba.com, www.bendir.is og www.fabrand.com