Opnað hefur verið fyrir skráningu á 202202 sem verður haldið við Tjarnhóla laugardaginn 14. maí n.k.
Dómari verður Jens Magnús Jakobsson, fulltrúi HRFÍ Sigurmon M. Hreinsson og prófstjóri Ævar Valgeirsson.
Tjarnhólar eru í nágrenni Reykjavíkur uppá Nesjavallaleið, frábært prófsvæði með góðri aðstöðu til að fylgjast með.
Þetta er annað prófið í sumar af 11 b-prófum og meistarakeppni. Að auki stendur deildin fyrir tveimur deildarsýningum sem hefur ekki verið gert áður. Dagskrá má sjá hér.
Að venju verða veitt verðlaun besta hundi í flokki og eru þau veitt af Eukanuba.
Vonumst eftir að sjá góða skráningu og fína mætingu á prófið.
Styrktaraðilar eru deildinni mikilvægir og eins sjálfboðaliðar. Það er gefandi að aðstoða við prófframkvæmd, tengir okkur við starfið, gefur okkur betri skilning á verkefnum, þeir sem eiga þess kost að vinna á prófinu vinsamlega gefið sig fram við prófstjóra.
Styrktaraðilar eru www.eukanuba.com, www.bendir.is og www.fabrand.com