Næsta próf á laugardaginn 23. apríl

Næsta laugardag 23.apríl verður haldið veiðipróf við Seltjörn á Reykjanesi. Skráningar eru mjög góðar og að óbreyttu verður prófað í öllum flokkum.  Seltjörn er við afleggjarann til Grindavíkur og sést mjög vel hægra megin við vegin stuttu eftir að farið er af Reykjanesbrautinni.  Sjá má leiðsögn hér meðfylgjandi.

Nafnakall verður kl.9.00 á prófsvæði

Nákvæm staðsetning verður merkt þegar komið er á svæðið, vatnsstaða á svæðinu hefur áhrif á hvar gott er að athafna sig með próf.

 Dómari verður Kjartan I. Lorange, fulltrúi HRFÍ Halldór G. Björnsson og prófstjóri Heiðar Sveinsson.

Þórhallur Atlason gengur með sem dómaranemi.

 Það er alltaf spennandi að hefja prófvertíðina og við Seltjörn er fínt prófsvæði sem gefur góða yfirsýn yfir veiðiprófin.  Vonandi sjáum við áhorfendur og er þetta tilvalið tækifæri fyrir til dæmis nýliða að átta sig á starfinu og umgjörðinni.  Allir velkomnir.

Þetta er upphaf af einstaklega metnaðarfullri dagskrá sumarsins, með 11 b-prófum og meistarakeppni.  Að auki stendur deildin fyrir tveimur deildarsýningum sem hefur ekki verið gert áður. Dagskrá má sjá hér. 

Eukanuba mun veita verðlaun fyrir besta hundi í flokki. 

Aukalega verða ein útdráttarverðlaun að prófi loknu sem verða gefin af FA (Final Approach). Dregið verður úr hundum sem tóku prófið.

Sjálfboðaliðar eru mikilvægur þáttur svo hægt sé að halda úti svona starfi, ef einhverjir bjóða sig fram til að vinna við prófið vinsamlega hafið samband við prófstjóra. heidar@bl.is eða 8255219, eins má senda skilaboð á messenger.

Styrktaraðilar eru www.eukanuba.com, www.bendir.is og www.fabrand.is