Opnað hefur verið fyrir skráningu á fyrsta próf tímabilsins sem verður haldið við Seltjörn laugardaginn 23. apríl n.k.
Dómari verður Kjartan I. Lorange, fulltrúi HRFÍ Halldór G. Björnsson og prófstjóri Heiðar Sveinsson.
Það er alltaf spennandi að hefja prófvertíðina og við Seltjörn er fínt prófsvæði sem gefur góða yfirsýn yfir veiðiprófin.
Þetta er upphaf af einstaklega metnaðarfullri dagskrá sumarsins, með 11 b-prófum og meistarakeppni. Að auki stendur deildin fyrir tveimur deildarsýningum sem hefur ekki verið gert áður. Dagskrá má sjá hér.
Að venju verða veitt verðlaun besta hundi í flokki og eru þau veitt af Eukanuba.
Aukalega verða ein útdráttarverðlaun að prófi loknu sem verða gefin af FA (Final Approach). Dregið verður úr hundum sem tóku prófið og stuðst við rásmnúmer. Stjórnendur þurfa að vera á staðnum þegar útdráttur fer fram.
Starf eins og við höldum úti stendur og fellur með þátttakendum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum.
Það væri gaman að byrja vertíðina með krafti og vinsamlega verið í sambandi við prófstjóra ef þið getið starfað á prófinu, eins þátttakendur sem geta unnið í öðrum flokkum.
Styrktaraðilar eru www.eukanuba.com, www.bendir.is og www.fabrand.com