Nú er hundavefur.is kominn í gagnið. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur félagsmenn þar sem allar upplýsingar um hundana okkar munu koma þar inn.
Allir hundar sem fóru í augnskoðun núna í haust eru komnir með augnvottorðið sitt inn á hundavefinn. Þeir hundar sem af einhverri ástæðu voru með niðurstöðurnar skráðar á blað munu fá sínar niðurstöður síðar.
Þeir sem eru búnir að fá aðgang að nýja HRFÍ grunninum (Hundavefur.is) geta sótt skjalið á PDF formi og sent á admin@retriever.is sem svo setur niðurstöðurnar í ættbók hundana á Retriever vefnum.
Þar sem HRFÍ er ekki búið að leysa hvernig við getum nálgast þetta þá sparar það vefstjóra tíma að geta byrjað að setja inn þá sem vilja/geta sent gögnin til hans.
Hér er hlekkur á fréttina sem lýsir því hvernig hægt er að skrá sig inn á hundavefinn.