Meistarakeppni – uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð veiðiprófatímabilsins var haldin í gær og kallast Meistarakeppni Retrieverdeildar.

Keppnin fór fram við Sólheimakot og að vanda var keppt í tveimur flokkum, minna vanir (ofl) og meira vanir (úfl) þátttakendur geta skráð sína hunda í þann flokk sem þeir vilja keppa í nema hundar sem hafa tekið þátt í ÚFL-b prófi mega ekki taka þátt sem minna vanir.

Frábær skráning var á prófið, 22 hundar tóku þátt.

Að þessu sinni var óvenjulega mikið aðdráttarafl þar sem Veiðihúsið Sakka í samstarfi við Franchi gaf i happdrættisvinning hálfsjálfvirka haglabyssu af gerðinni Franchi Affinity Companion Labrador.  Einstaklega falleg byssa sem var gefin út í fáum eintökum 2020 og tileinkuð vinsælasta veiðihundi heims Labrador.  Þessi byssa var dregin út og voru rásnúmer hunda sem tóku þátt í prófi í pottinum.

Guðmundur Ragnarsson sem tók þátt með Ljónshjarta Dáðu Söru var með númerið 13 sem var dregið út.  Innilegar hamingjuóskir Guðmundur.

Í verðlaun voru að auki margir veglegir vinningar, Camo.is gaf Heavy Hauler The HUB blind og Tangle free hundabyrgi, Hrafnsvík.is gaf Siccaro Supreme Pro þurrkábreiðu fyrir hunda, Eukanuba gaf fóðurpoka og fjölbreyttar hundavörur.

Til hamingju allir vinningshafar.

Hrafnsvik gefur verðlaun á Meistarakeppninni og veita eignarbikara fyrir efstu 3 sætin í hverjum flokki og svo er farandbikar fyrir efsta sætið í hverjum flokki.

  • 3.sæti í minna vanir fékk Víðir Lárusson og Ljónshjarta Lea með 83 stig
  • 2. sæti í minna vanir fékk Þorsteinn Hafþórsson með BFLW-20 Aðalbóls Ljósavíkur Amy Jazzhouse með 89 stig
  • 1. sæti í minna vönum fékk Finnbogi Llorens Izaguirre með Kolkuós Urban Ramos með 90 stig
  • 3. sæti í meira vönum fékk Jens Magnús Jakobsson með ISFtCh FTW-19 Edgegrove Apollo Of Fenway              með 75 stig.
  • 2. Sæti í meira vönum fékk Heiðar Sveinsson með ISFtCh OFLW-19 FTW-20 Heiðarbóls Dimma með 79 stig
  • 1. Sæti í meira vönum fékk Elías Elíasson með Kolu með 80 stig.

Dagurinn stóð sannarlega undir væntingum, prófstjórar voru Þórhallur Atlason og Heiðar Sveinsson sem tóku þátt í sitthvorum flokknum og settu upp prófið í þeim flokki sem þeir tóku ekki þátt í.  

Um kvöldið hittust þátttakendur og aðrir gestir i kvöldverði, þá fór fram verðlaunaafhending og vinningar dregnir út.

Sigahæsti hundur sumarsins á veiðiprófum var heiðraður um kvöldið og í ár var ISFtCh Kolkuós Prati stighæstur með 61,2 stig, eigandi og stjórnandi Sigurmon Hreinsson, Sigurmon og Prati tóku þátt í 5 prófum í sumar 4 sinnum 1.einkunn og 1 sinni 2.einkunn. 4 sinnum besti hundur í prófi. Frábær árangur.

Svona dagur er ekki framkvæmdur án öflugs starfsfólks og þökkum við þeim sem komu að því að aðstoða okkur við framkvæmd prófsins, dómurum og starfsfólki.  Kærar þakkir til styrktaraðila, Veiðihúsið Sakka, Hrafnsvík, Petmark, Bendir og Camo.is.

prófstjóarar þakka fyrir sig.