Opið fyrir próf 202104-5

Opnað hefur verið fyrir skráningu á veiðipróf 202104 og -05 sem haldin verða á norðurlandi 3. og 4. júlí nk.

Dómarar verða Sigurður Magnússson og Kjartan I. Lorange. Prófstjórar verða Sigurðurð B. Sigurðsson og Hilmar Valur Gunnarsson

Norðurprófin hafa verið frábær skemmtun í gegnum árin og gaman að finna áhugann og metnaðinn hjá norðanfólki. Verður gaman að sjá sem flesta.

Eins og ávalt verða veitt verðlaun fyrir bestu hunda sem Eukanuba gefur.

Eins og fyrr verður veittur farandbikar og eignabikar fyrir besta hund samanlagt báða dagana, Ljósavíkurbikarinn.

Að auki verða þessi próf með yfirbragði Final Approach FA sem veitir aukaverðlaun.

Minnum á styrktarðaila. Eukanuba, Final Approach, Bendir og Hyundai