Ársfundur 2021


Í gær 19.maí 2021 var haldinn ársfundur Retrieverdeildar í Síðumúla 15.

Á fundardagskrá voru hefðbundin ársfundarstörf og má finna fundagerð hér

Þrjú sæti voru laus að þessu sinni í stjórn, það voru sæti Heiðars Sveinssonar, Gunnars Arnar Arnarsonar og Sunnu Birnu Helgadóttur.

í framboði voru:

Sunna Birna Helgadóttir, Guðni Björgvin Guðnason og Karl Gíslason

Þau voru því öll sjálfkjörin og er því stjórn skipuð þeim þremur ásamt Óla Þór Árnasyni og Unni Olgu Ingvarsdóttur.

Við þökkum samstarf með deildarmeðlimum liðin ár og óskum deildinni til hamingju með nýja stjórn og nýrri stjórn velfarnaðar í sínum störfum.

Takk fyrir okkur

Heiðar og Gunnar