Úrslit frá veiðiprófi 202102 við Tjarnhóla

Í dag var haldið veiðipróf við Tjarnhóla í blíðskaparveðri.

Dómari var Hávar Sigurjónsson og prófstjóri Ævar Valgeirsson.

Prófað var í öllum flokkum og eru úrslit og umsagnir komnar inná vefinn og má finna það hér

Bestu hundar í flokkum voru:

BFL: Brekkubyggðar Rökkvi, eigandi Jóhann Haukur Hafstein, stjórnandi Þorsteinn Hafþórsson með 1.einkunn.

OFL:  Hetju Eltu skarfinn Garún, eigandi Helga Hermannsdóttir, stjórnandi Halldór G. Björnsson með 1. einkunn.

ÚFL-b: ISFTCH Koluós Prati, einandi og stjórnandi Sigurmon M. Hreinsson með 1.einkunn.

Við óskum öllum þátttakendum til hamingju með þeirra árangur, þökkum starfsfólki fyrir og styrktarðailum. FA (Final approach) gaf aukaverðlaun til þeirra sem urðu hlutskarpastir í flokkum og að vanda veitti Eukanuba á Íslandi verðlaun fyrir bestu hunda.

á myndinni hér að neðan eru Hávar dómari, Ævar prófstjóri, Sigurmon og Prati, Þorsteinn og Rökkvi, (það vantar Halldór og Garúnu)