Góðar skráningar eru á fyrsta próf ársins sem haldið verður við Seltjörn 24.apríl og verður nafnakall kl.9.00 um morguninn.
Prófið litast eitthvað af Covid aðstæðum eins og vera ber. Búið er að draga í rásröð og verður prófskrá birt á facebook síðu deildarinnar fyrir próf.
Dómari mun veita munnlegar umsagnir og einkunnir. Prófstjóri tekur umsagnarblöð og kemur þeim til viðkomandi í tölvutæku formi og verða gögn til staðar til að nálgast hjá prófstjóra eða hann sendir á þátttakanda.
Að öðru leiti bendum við fólki á að viðhafa allar sóttvarnaraðgerðir og gæta þess að mæta ekki ef viðkomandi eru með einkenni og varast hópamyndun.
Prófstjóri treystir á þátttakendur að styðja við starfið og lágmarka fjölda með því að taka þátt í vinnu við aðra flokka, það hefur nú gengið vel í gegnum tíðina og ætti ekki að vefjast fyrir okkur núna.