í dag var haldið veiðipróf við Tjarhóla númer 202007.
Dómari var Sigurður Magnússon, fulltrúi HRFÍ Halldór Garðar Björnsson og prófstjóri Ævar Valgeirsson.
16 hundar voru skráðir í dag allt labrador.
8 hundar í BFL og fengu allir einkunn 7 1.einkunn og einn 2.einkunn, Besti hundur í flokki var Hrafnsvíkur Ben með 1.einkunn, stjórnandi Kristján Smárason.
2 hundar í OFL báðir með 2.einkunn og besti hundur var Veiðivatnaflugan Embla, stjórnandi Sigurdór Sigurðsson.
6 hundar í ÚFL-b, 4 með 1.einkunn og 2 með 2.einkunn, besti hundur var Heiðarbóls Dimma með 1.einkunn, stjórnandi Heiðar Sveinsson.
Við þökkum starfsfólki, dómurum og þátttakendum fyrir frábæran dag.
Styrktaraðilar fá sérastakar þakkir, þetta próf var merkt Final Approach (FA) og fengu bestu hundar veglegar töskur í gjöf og svo voru dregnar út 8 tálendur til þátttakenda. Aðrir styrktaraðilar Eukanuba, Bendir og Hyundai.
Á myndinni eru: Ævar prófstjóri, Kristján og Ben, Sigurdór og Fluga, Heiðar og Dimma, Sigurður dómari og Halldór fulltrúi HRFÍ.