Deildarsýning retrieverdeildar er áætluð 26.september 2020. Hún verður haldin í Reiðhöll hestamannafélagsins Mána í Keflavík, Sörlagrund 6.
Dómari verðu Jan-Erik Ek frá Svíþjóð, hann hefur dæmt í mörg ár á norðurlöndum og víðar, sérfróður um retrieverhunda og hefur verið virkur labrador ræktandi.
27.september er svo veiðipróf 202011, dómari verður Jens Magnús Jakobsson, fulltrúi Sigurður Magnússon og prófstjóri Arnar Tryggvason.
Þessi helgi verður hápunktur afmælisárs með tveimur öflugum viðburðum sem við væntum mikillar þátttöku í. Sýningin í fyrra var mjög vel sótt og nákvæm dagskrá verður sett niður miðað við aðsókn. Veiðipróf daginn eftir og verður Retriever Deildarbikarinn (Hólabergsbikarinn) veittur samkvæmt reglum stigahæsta hundi sem tekur þátt í báðum viðburðum helgarinnar. Sjá reglur hér
Við erum að sjálfsögðu undir sama hatti og aðrir varðandi Covid – 19 málefni og eins og við höfum þegar upplifað getur það haft veruleg áhrif. Eins og staðan er vinnum samkvæmt því að þetta gangi upp á þennan veg, vinnum svo úr aðstæðum og reynum allt til að þetta verði sem skemmtilegust helgi komi einhverja breytingar til.
Eins og áður mun sýningarnefnd standa fyrir sýningarþjálfunum og verða þær kynntar tímalega.
Styrktaraðilar eru Eukanuba, Final Approach, Bendir og Hyundai