Úrslit próf 202006

Úrslit og umsagnir eru komnar inn frá sunnudeginum 5.júlí í Húsafelli.

Sigurður Magnússon setti upp skemmtileg próf í öllum flokkum og sem fyrr voru hundar í öllum flokkum á háum standard ásamt stjórnendum.

bestu hundar í flokkum voru:

BFL Ljónshjarta Lea með 1.einkunn, eigandi og stjórnandi Víðir Lárusson

OFL BFLW-19 Huntingmate Atlas með 1.einkunn, eigandi og stjórnandi Heiðar Sveinsson

ÚFL-b FTW-19 ISFTCH Ljósavíkur Nínó með 1.einkunn, eigndi og stjórnandi Ingólfur Guðmundsson.

Skipulag á helginni var til fyrirmyndar og eins og venja er hvergi betra að vera en með áhugasömu retrieverfólki.

Öll úrslit og umsagnir eru komnar inná heimasíðu.

Kærar þakkir til starfsfólks, dómara og fulltrúa og svo auðvitað styrktaraðila. Eukanuba, Final Approach, Bendir og Hyundai.

á mynd eru Sigurmon Hreinsson, Guðmundur Ragnarsson er þarna fyrir Víðir Lár og Leu, Heiðar og Atlas, Ingólfur og Nínó og Sigurður Magnússon dómari.