Prófin fyrir norðan 202003-4

Næstu próf verðar á norðurlandi, oft hafa þessi próf verið hápunktur vertíðarinnar hjá okkur, bæði hvað varðar aðsókn og umhverfi allt saman.

Próf 202003 verður haldið í við Skjálfandafljót í Kinninni 13.júní og er mæting við á malarslóða vestan við brúna yfir Skjálfandafljót, sjá kort hér að neðan.  Hilmar Valur Gunnarsson verður prófstjóri og er hann með síma 8656401. Nafnakall er kl. 9.00

Skráningar á prófið eru 22 og er það með því mesta sem við höfum séð og munu báðir dómarar dæma prófið, þ.e. skráður dómari Kjartan I. Lorange og skráður fulltrúi HRFÍ Hávar Sigurjónsson.

Prófstjóri og dómarar munu raða því niður og verður það meðal annars unnið í takt við hvort allir skráðir mæti.

Munið að koma rétt klædd og með réttu græjurnar á prófstað.

Próf 202004 verður svo haldið við Berjaklöpp í Eyjafirði og er mæting á prófsvæðinu sem er fyrsti afleggjari til hægri eftir að farið er fram hjá bænum Berjaklöpp og komið frá Akureyri, þetta er austan megin í Eyjafirði, sjá kort að neðan.  Fanney Harðardóttir verður prófstjóri og er hún með síma 8611396. Nafnakall kl. 9.00

Skráningar á prófið eru 20 og er það að sama skapi vel í lagt og munu báðir dómarar dæma það líka, Hávar Sigurjónsson sem er skráður dómari á prófið og Kjartan I. Lorange sem er skráður fulltrúi.

Það er mikilvægt að láta prófstjóra vita ef einhverjar breytingar verða hjá þátttakendum og eins ef þátttakendur geta hjálpað til á prófinu.

Ljósavíkurbikarinn verður að vanda veittur því pari sem verður með flest stig samtals út úr báðum prófum. Sjá má reglur hér.

Í fyrravetur gerðu Retrieverdeild og Veiðihúsið Sakka fyrir hönd Final Approach samning sín á milli um stuðning. 4 veiðipróf sumarsins verða með F A yfirbragði og eer þá meðla annars veittur glaðningur fyrir bestu hunda frá þeim.

Sem fyrr er þó Eukanuba okkar bakhjarl í öllu okkar starfi og gefa verðlaun fyrir bestu hunda í öllum flokkum.

Það hefur ekki verið skipulagt neinn hittingur á laugardagskvöldi, einhverjir eru þó að skoða þann möguleika og munu líklega kynna á facebook eða annarstaðar.

Það er um 50 mín asktur á prófsvæðið við Skjálfandafljót frá Akureyri.

7-10 mínútur á prófsvæðið við Berjaklöpp frá Akureyri