Búið opna fyrir skráningu á WT 222001

Búið er að opna fyrir skráningu á Vinnupróf WT númer 222001 sem verður haldið við Straum 30.maí n.k.

Dómarar verða Hávar Sigurjónsson og Kjartan I. Lorange.

Prófstjóri er Kári Heiðdal.

WT fer fram á 5 stöðvum og prófað er í öllum flokkum ef skráning næst.

Notast er við dummy og er stigagjöf fyrir hverja stöð. Mjög skemmtilegt sport sem er áhugaverð viðbót við veiðiprófin sem haldin hafa verið.

Skráningu lýkur á miðnætti miðvikudaginn 20.maí n.k.