Úrslit eru komin inn frá Meistaramótinu

Í gær lauk formlega veiðiprófatímabili ársins með Meistarmótinu sem deildin stóð nú fyrir í 4 sinn.

Það var sem fyrr skemmtilegur dagur þar sem áhugafólki um sportið gafst tækifæri til að hittast, taka þátt í skemmtilegum viðburði yfir daginn með hundunum sínum og eiga svo góða kvöldstund með félögum og borða góðan mat, ásamt því að fagna saman góðu ári.

Veitt eru verðlaun fyrir efstu 3 sætin í hvorum flokki, en á Meistaramóti eru bara minna vanir sem við köllum OFL og meistarar sem við köllum ÚFL.

Hrafnsvíkurræktun gefur farandbikara fyrir fyrstu sæti í báðum flokkum og eignarbikara fyrir efstu 3 sæti í hverjum flokki.


Úrslit í OFL
3.sæti Ljónshjarta Fluga, eigandi og stjórnandi Guðmundur Ragnarsson með 89 stig.
2.sæti BFLW-19 Huntingmate Atlas, eigandi og stjórnandi Heiðar Sveinsson með 90 stig.
1.sæti OFLW-19 Heiðarbóls Dimma, eigandi og stjórnandi Heiðar Sveinsson með 94 stig.


Úrslit í ÚFL.
3.sæti Heiðarbóls Dreki, eigandi og stjórnand Elías Frímann með 76 stig.
2.sæti FTW-19 ISFtCh Ljósavíkur Nínó, eigandi og stjórnandi Ingólfur Guðmundsson með 81 stig
1.sæti ISFTCH Kola, eigandi og stjórnandi Heiðar Sveinsson með 88 stig.

Stigahæsti hundur á veiðiprófum var Ljósavíkur Nínó með 70 stig og er eigandi hans Ingólfur Guðmundsson. Þeir félagar áttu framúrskarandi sumar.

Hér að neðan má sjá Ingólf taka við verðlaunum fyrir stigahæsta hund.

Innilegar haminguóskir öll með frábært ár og við hlökkum til næstu verkefna.

Kærar þakkir til allra sem komu að starfinu í sumar, dómarar, prófstjóarar og starfsfólk, að auki þökkum við styrktaraðilum fyrir stuðningin, Eukanuba, Bendir og Hyundai.

PS. myndir komnar inn á facebook grúbbu deildarinna.