Hér undir er stigatafla ársins 2019.
Ingólfur Guðmundsson var stigahæstur með FTW-19 ISFtCh Ljósavíkur Nínó og fengu þeir félgar 70 stig. Það er þriðja hæsta stigaskor frá upphafi, eins er þetta í fyrsta sinn sem sami hundur fær 1 einkun 5 sinnum og bestur í flokki í öll skiptin.
Það er gaman að sjá að aukning var í heildarskráningum sem voru 127 í ár og hafa ekki verið hærri síðan 2015.
43 hundar voru skráðir og er það mesti fjöldi síðan 2014, þar af voru 16 hundar sem voru að taka sín fyrstu próf í ár sem er mjög gott.
Árangur í sumar er almennt mjög góður og 50% fyrsta einkun sem er frábært.
Á laugardaginn er uppskeruhátíð veiðiprófa, Meistarakeppnin verður um daginn og um kvöldið verður kvöldmatur og verðlaunaveiting. Eins verður þá veitt viðurkenning til eiganda stigahæsta hunds á veiðiprófum 2019.
Tölur eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur og formúluvillur, endilega bendið á ef eitthvað er ekki rétt.