Í dag fór fram veiðipróf við Hnjúkatjörn rétt við Blönduós.
Prófdómari var Margrét Pétursdóttir, fulltrúi HRFÍ Sigurður Magnússon og prófstjóri Þorsteinn Hafþórsson.
6 hundar tóku þátt í prófi, 5 í BFL og 1 í OFL.
Bestu hundar í flokkum voru:
BFL Aðalbóls Ljósavíkur Amy Jazzhouse með 1.einkun, eigandi Ingólfur Guðmundsson, stjórnandi Þorsteinn Hafþórsson.
OFL Klettavíkur Kara með 1.einkun, eigandi og stjórnandi Karl Andrés Gíslason.
Eins og áður í sumar eru verðlaun frá Eukanuba fyrir bestu hunda í flokki.
Til hamingju allir þáttakendur með árangurinn
Á myndinni eru Sigurður Magnússon fulltrúr, Karl og Klara, Þorsteinn og Amy og Margrét Pétursdóttir dómari.