Næsta próf verður á laugardaginn 10.ágúst við Þrándarholt.
Dómari verður Jens Magnús Jakobsson, fulltrúi HRFÍ Halldór G. Björnsson og prófstjóri Ævar Valgeirsson.
Prófað verður í öllum flokkum og nafnakall er kl.9.00
Nú sem fyrr er mikilvægt að fá starfsfólk til að vinna á prófinu og óskar prófstjóri eftir að fólk gefi sig fram til vinnu.
Hér að neðan er leiðarlýsing á leiðinni í Þrándarholt frá Reykjavík, rúmlega klukkutíma akstur.