Búið að opna fyrir veiðipróf 201901

Opið fyrir skráningu á veiðipróf 201901 við Murneyrar sem haldið verður 13.apríl n.k.

Prófdómari verður Jens Magnús Jakobsson og verður þetta hans fyrsta opinbera próf.

Fulltrúi HRFÍ verður Kjartan I. Lorange

Prófstjóri Þórhallur Atlason

Murneyrar eru skemmtilegt prófsvæði þar sem áhorfendur og þátttakendur sjá vel yfir og skemmtilegt að hefja vertíðina á þessum stað.

Eins og fram hefur komið frá veiðinefnd verður viðbót í bráð, endur og gæsir bætast við svartfugl og máv sem hefur verið notað. Til upplýsinga þá eru gæsir ekki heimilar í Byrjendaflokki og þær gæsir sem deildin á eru heiðagæs og helsingi.

Skránining verður opin til miðnættis á sunnudeginum 7.apríl, engu að síður hvetjum við þátttakendur til að skrá sig tímanlega. Það er þægilegra fyrir skipuleggjendur og eins hefur það hvetjandi áhrif á aðra að vera með.