Árstitlar fyrir veiðpróf

Á ársfundi deildarinnar í gærkvöldi voru kynntar reglur um árstitla sem þátttakendur í veiðiprófum geta unnið til.

Veiðinefnd og stjórn deildarinnar lögðu þessa tillögu fyrir stjórn HRFÍ og megin tilgangur var að gefa áhugasömum þátttakendum í veiðiprófum í öllum flokkum eitthvað til að stefna að og vonandi hvetja til frekari þáttöku og skemmtunar.

Reglurnar eru núna komnar á heimasíðu deildarinnar og hægt að sjá þær hér .

Það er von okkar að þetta mælist vel fyrir og verði enn meiri hvatning til að taka þátt í okkar göfuga og skemmtilega sporti að vinna með retriever hundum við það sem þeir eru ræktaðir fyrir í góðum og jákvæðum félagsskap.