Laugardaginn 2. júni verður haldið veiðipróf á vegum Retrieverdeldar HRFÍ.
Prófið verður haldið við Sílatjörn á Hvítársíðu sem er skemmtilegt prófsvæði, áhorfendavænt og með mjög góðu aðgengi fyrir áhorfendur.
Nafnakall verður við Sílatjörn kl. 09:00 og hvetjum við alla til að mæta og fylgjast með flottum hundum þreyta próf í frábæru umhverfi.
Dómari – Sigurmon Hreinson.
Dómaranemi – Jens Magnús Jakobsson.
Fulltrúi HRFÍ – Kjartan Ingi Lorange.
Prófstjóri – Þórhallur Atlason
Endilega verið í sambandi við prófstjóra í síma 897 9904 ef þið getið og hafið áhuga á að koma og vinna með okkur á prófinu, öll hjálp er vel þegin.