Meistarkeppni Retrieverdeildarinnar 2017

Meistarakeppni Retrieverdeildarinnar 2017 fór fram síðustu helgi með skemmtilegu prófi þar sem 15 hundar tóku þátt. Veðrið var gott og prófstjóri setti upp skemmtilega pósta þar sem tveir dómarar dæmdu, dómarar voru Sigurmon M. Hreinsson og Sigurður Magnússon, prófstjóri var Arnar Tryggvason. Bestu hundur í opnum flokki (minna vanir) var Edgegrove Appollo of Fenway, stjórnandi hans var Hólmfríður Kristjánsdóttir og besti hundur í Meistaraflokki (meira vanir) var ISFtCh Ljósavíkur Nínó, stjórnandi hans var Ingólfur Guðmundsson.

Um kvöldið var svo haldin heilmikil gleði með góðum mat og rosa happadrætti í frábærum félagsskap, undirrituð er strax farin að hlakka til að ári! Kveðja,

Erla Heiðrún