Nú að loknum 8 af 10 prófum er þetta staðan á stigaskori. Ljósavíkur Nínó hefur tekið þátt í 5 prófum og er með 48,8 stig, næst er Ljósavíkur Lotta með 42,3 stig. Samtals hafa 32 hundar tekið þátt í prófum í ár sem er heldur færra en undanfarin ár. Nýliðun er samt mjög góð og hafa 15 af þessum 32 þreytt sín fyrstu próf í ár sem er tæplega 47% nýliðar. Þetta er hæsta nýliðun í fjölda síðan 2013 og í % síðan 2010. það eru enn 2 próf eftir og því vel hægt að rétta þetta vel við.