Að baki er enn eitt flott veiðiprófasumar hjá okkur í Retrieverdeildinni, það er hvert ár áskorun til okkar sem erum félagar að sækja þá viðburði sem eru skipulagðir fyrir okkur og í ár var aðsókn heldur lakari en undanfarin ár. Engu að síður voru haldin 11 próf af 12 fyrirhöguðum og aðeins eitt sem þurfti að fella niður. Samtals vour skráningar 121 og það tóku þátt 41 hundur, þar af 12 nýliðar sem ekki höfðu tekið þátt áður. Veiðiprófin eru ekki sett upp sem keppni heldur er um að ræða mat á hundi og stjórnanda og síðan valinn besti hundur að mati dómara. Fyrir nokkrum árum var byrjað að taka saman stigasöfnun yfir próftímabilið, þetta er til gamans gert og undanfarin ár höfum við heiðrað stigahæsta hund. Eins eru nú orðnir nokkrir bikarar sem hægt er að keppa að á einstaka viðburðum og er það skemmtilegt krydd í starfið. Fyrsti bikar sumarsins sem keppt var um er gefinn af Ljósavíkur ræktun og er hann veittur stigahæsta hundi samanlagt á helgarprófinu fyrir norðan, í ár var erlendur dómari í fyrsta sinn fyrir norðan og að vanda var þátttaka mjög góð. Stigahæsti hundur samanlagt báða dagana var ISFTCH Kola, eigandi Heiðar Sveinsson. Annar bikar sumarsins er gefinn af Hólabergs ræktun og er veittur þeim hundi sem er samanlagt stigahæstur á deildarsýningu og veiðiprófi seinni dag ef tvö próf eru annars því prófi sem er á deildarviburði. Stigahæsti hundur að þessu sinni var ISCH Dewmist Glitter´N Glance, eigandi Svava Guðjónsdóttir. Þriðji bikar sem keppt er um er gefinn af Kolkuós ræktun og er veittur þeim hundi sem er bestur í ÚFL seinni daginn á tvöfalda ágústprófinu, að þessu sinn var ISFTCH Kola besti hundur, eigandi Heiðar Sveinsson Nú bættustu við tveir bikarar þar sem í fyrsta skipti var efnt til Meistarakeppni á laugardeginum 22 október. Þetta var nýlunda þar sem um raunverulega keppni var að ræða og notað stigakerfi úr Working test reglum (WT). Hrafnsvíkur ræktun gefur bikara og var keppt í OFL og ÚFL. Stigahæsti hundur í OFL var Ljósavíkur Hrói, eigandi Magnús Skúlason, stigahæsti hundur í ÚFL var ISFTCH Ljósavíkur Nínó, eigandi Ingólfur Guðmundsson. Verðlaun fyrir stigahæsta hund verða veitt eftir að sýningartímabili lýkur. Að þessu sinni var ISFTCH Kola stigahæst, eigandi Heiðar Sveinsson, Hér að neðan er stigatafla sumarsins með fyrirvara um innsláttarvillur, vinsamlega bendið á villur ef þið sjáið.