Meistarakeppni fyrir retriever hunda. það hefur lengi verið áhugi á að bæta við veiðiprófa starfið keppni meðal hunda í takt við það sem þekkt er í nágrannalöndum okkar. Veiðinefnd sameinaðist um að nú væri ráð að keyra á þetta, hafa jafnvel einfalt í upphafi til að geta svo byggt á því til lengdar. Stjórn deildarinnar fjallaði um málið og var einhuga í stuðning við verkefnið. Nú hefur veiðinefnd ákveðið stað og stund fyrir verkefnið og hefjast skráningar á næstu dögum.
Fyrsta Meistarakeppni fyrir retriever hunda verður haldin 22.október 2016 við Sólheimakot. Keppt verður í tveimur flokkum. · Minna vanir: Opið fyrir alla hunda sem ekki hafa tekið þátt í ÚFL-B á prófi. · Meistaraflokkur: Opið fyrir alla hunda. Ekki er hægt að skrá sama hundinn í báða flokkana. Skráningargjald verður kr.4.800,- og leggst inná reikningsnr: 0701 26 610809, kt610809 0490. Skráning verður ekki tekin gild nema greiðsla berist innan sólarhrings frá skráningu. · Rásröð verðu í höndum prófstjóra. · Stefnt er að því að hafa tvo dómara. · Prófið fer þannig fram að settar verða upp 5 stöðvar með mismunandi verkefnum. · Veitt verða stig fyrir hverja stöð og samanlagður árangur raðar upp hundum. · 0 stig á stöð veldur því að hundur fellur úr keppni. · Stigagjöf er í takt við stigagjöf á “Working Test” sem hefur verið þýtt á íslensku og er nú til umsagnar hjá stjórn HRFÍ. · Notuð verða “dummy” á prófinu. · Raðað verður í 3 efstu sætin og veitt verðlaun fyrir hvert sæti. · Hrafnvíkurræktun gefur farand og eignarbikar í hvorum flokki. Stigareglur úr “Working Test” vinnuprófi: Leiðbeiningar fyrir dómara fyrir stigaskor.
Á hverri stöð byrjar hundur með 20 stig, en dregið er af honum fyrir hnökra og galla. Ef um brottvísunarbrot er að ræða skal þátttakandi stoppaður. Ef þáttakandi fær 0 stig á stöð fellur hann úr keppni. Hundur þarf að leysa allt verkefnið til að fá 1-20 stig. Ef hundur t.d. tekur ekki upp dummy, fær hann ekki stig. Mistök eru vegin af dómara og við það mat er miðað við hvaða áhrif mistökin hafa á veiðar, t.d. er munur á hundi sem er svo óstöðugur á hæl að hann sér ekki markeringu og hundi sem ekki sér markeringu en tekur vel stýringu í markeringu. 0 stig -brottvísun 1-10 stig – mjög óörugg vinna þar sem hundurinn á í vandræðum með að leysa verkefnið og vinnan einkennist af mörgum og ólíkum göllum. 11-15 stig – góð vinna þar sem hundurinn leysir verkefnið, smávægilegir gallar samþykktir. 16-20 stig – sannfærandi frammistað þar sem hundur og stjórnandi vinna vel saman. Verkefnið er leyst þannig að það virkar einfalt.
Árangur endurspeglar hæfileika hundsins og hann gerir ekki mistök í vinnu. Ef stig eru jöfn er þeim sem sem hefur verið stighæstur á stöð raðað fyrst. Hér eru dæmi um pósta sem gætu verið í uppsetningu. Uppsetning er svo í höndum dómara og prófstjóra: Dæmi um pósta minna vanir: · Einföld stutt markering · Tvöföld stutt markering · Tvöföld lengri markering · Stutt tvöföld línumarkering. · Stuttar stýringar Einföld eða tvöföld markering með stýringu út frá Dæmi um pósta meistaraflokkur · Allt sem er fyrir minna vana. · Þreföld markering. · Línumarkeringar, langar og stuttar · Stýring á milli markeringa · Stuttar og langar stýringar. · Stýring í gegnum lykt. · Ekki er víst að alltaf verði óskað eftir að hundur ráði hvaða markeringu hann sækir fyrst. Það er alltaf einn hundur í einu á pósti. Hælganga verður jafnframt dæmd. Frjáls leit verður ekki í uppsetningunni. Að þessu sinni verður ekki unnið í vatni. Athugið að upptalning er ekki tæmandi, heldur sett fram sem dæmi um hvernig póstar geta verið hugsaðir.
Að lokinni keppni verður efnt til kvöldverðar og skemmtikvölds í Sólheimakoti sem verður nánar útfært á næstu dögum. Það er vonandi að sem flestir geti nýtt sér þessa skemmtilegu viðbót við starfið og notið samvista við hunda og menn á þessum degi. Veiðinefnd og stjórn Retrieverdeildar.