Úrslit komin inn frá prófinu í dag við Sílatjörn. Ole J. Andersen setti upp krefjandi próf í öllum flokkum. Bestu hundar voru: BFL Kolkuós Púma með 1. einkun, eigandi Sigurmon Hreinsson. OFL Kolkuós Prati með 2.einkun, eigandi Sigurmon Hreinsson. ÚFL-B Kolkuós Lómur með 2. einkun, eigandi Sigurmon Hreinsson Fulltrúi HRFÍ var Kjartan Ingi Lorange og prófsjtórar Þórhallur Atlason og Heiðar Sveinsson. Helsti styrktaraðili prófsins er Dýrheimar innflutningsaðilar á Royal Canin fóðri. Kjartan Lorange fulltrúi HRFÍ, Sigurmon með Púmu, Prata og Lóm og Ole J. Andersen dómari.