Prófi er lokið seinni daginn þessa helgi á Melgerðismelum. Það var sami háttur á og á laugardeginum, Halldór Garðar Björnsson dæmdi BFL og Kaj Falk Anreasen dæmdi OFL og ÚFL-B. Báðir settu upp frábær próf á nyrðra svæði þeirra norðanmanna. Besti hundar: BFL Veiðifélaginn Þoka með 1 einkun, eigandi Orri Blöndal, OFL Veiðifélaginn Garpur með 1 einkun, eigandi Stefán Hrafnsson ÚFL-B Ljósavíkur Nínó með 1 einkun og heiðursverðlaun, eigandi Ingólfur Guðmundsson. Ljósavikurræktun gefur bikar fyrir stigahæsta hund helgarinnar og er þetta í 4 sinn sem hann er veittur. Reglur um stigagjöf má sjá á heimasíðu deildarinnar undir reglur. Stigahæsti hundur helgarinnar var Kola, eigandi Heiðar Sveinsson. Kola fékk 1 einkun og heiðursverðlaun fyrri daginn ásamt því að vera besti hundur, þetta gaf henni 19 stig. síðan fékk hún 2 einkun í dag sem eru 5,2 stig og því með 24,2 stig í heildina fyrir helgina. Kola með 24,2 Kolkuós Míla með 23,2 Ljósavíkur Nínó með 21,6 Að vanda stóð norðurdeildin frábærlega að þessu öllu saman, kærar þakkir til allra starfsmanna, dómara og þeirra sem komu að verkinu. Ingólfur og Nínó, Kaj dómari, Stefán og Garpur, Orri án Þoku, Heiðar og Kola.