Líður að lokum á enn einu frábæru hundaárinu, Þetta hefur verið viðburðaríkt ár í hundastarfinu, fleiri sýningar en áður hafa verið haldnar og hafa retrieverhundar verið þar sem fyrr öflugir þátttakendur. Deildin sjálf stóð fyrir skemmtilegum deildarviðburði með deildarsýningu með erlendum dómara Philippe Lammens og tveimur veiðiprófum sem voru dæmd af Ole J. Andersen ásamt hinum margrómaða deildar kvöldverði á tjaldstæðinu. Að þessu sinni var viðburðurinn haldinn á Suðurlandi, við Brautarholt og þar í kring. Haldin voru 10 veiðipróf sem öll fóru vel fram og voru vel sótt. 4 þeirra voru dæmd af erlendum dómurum, Ole J. Andersen í júlí og Gitter Roed í ágúst. Að auki voru haldnir viðburðir á vegum nefnda deildarinnar, veiðiæfingar, göngur, sýningarþjálfanir, básar settir upp, skemmtanir og fleira. Án öflugs framlags frá deildarmeðlimu og fleirum væri ekki hægt að standa að starfinu, við færum dómurum, sýningarstjórum, hringstjórum og prófstjórum sérstakar þakkir. Eins öllum þeim deildarmeðlimum sem hafa lagt hönd á plóg við skipulag og vinnu við sýningar, veiðipróf, gönguferði, básauppstillingu og önnur störf sem kallað hefur verið til. Að baki okkur í Retrieverdeild er einnig gott bakland styrktaraðila, þar ber helst að nefna Dýrheima innflutningsaðila Royal Canin á Íslandi. langtímasamningur þar sem þau styðja vel við starf deildarinnar gerir okkur kleift að skipuleggja öflugt og gott starf, Stálnaust hefur einnig verið okkur traustur bakhjarl. Nú fyrir jólin barst okkur þessi jólagjöf hér að neðan sem gerir okkur kleift að skreyta bása og viðburði okkar með meira áberandi hætti. Stjórn deilarinnar óskar ykkur öllum Gleðilegra jóla og farsæls nýs árs með kæru þakklæti fyrir árið sem er að líða. Fyrir hönd Retrieverdeildar HRFÍ