Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 29. maí á Grand Hótel í Reykjavík kl. 20:00.
Þriðja árið í röð er blásið til veislu norðan heiða þar sem norðanfólk innan Retrieverdeildarinnar stendur að veiðiprófi fyrir hönd deildarinnar og veiðinefndar. Ljósavíkurræktun sem Ingólfur Guðmundsson og Nína María Reynisdóttir standa að mun gefa bikar sem er eins konar miðsumarprófs bikar og verður veittur fyrir besta hund á báðum prófum fyrir norðan.
Helgina 5-7 júli stendur Retrieverdeildin fyrir tveggja daga veiðiprófi og deildarsýningu. Dómari í veiðiprófi verður Hans Petter Grongstad og dómari á deildarsýningu verður Jan Roger Sauge.
Veiðiprófi 201303 við Tjarnhóla er lokið og niðurstöður komnar í gagnagrunn. Tveggja kvölda prófi við Tjarnhóla er lokið.
Opin veiðiæfing laugardaginn 11/5.
Veiðipróf 201303 verður haldið að Tjarnhólum þriðjudag 14. og miðvikudag 15. maí 2013.
Boðið verður upp á augnskoðun hunda 25. og 26. maí næstkomandi, síðasti dagur til að skrá í augnskoðun er 15. maí.
Komin inn úrslit í prófi 201302 Akranesprófinu.
Síðasti dagur til að skrá á maí sýningu HRFÍ er föstudagurinn 26. apríl, þó verður hægt að skrá gegn hærra gjaldi til föstudagsins 3. maí
Laugardaginn 27. apríl 2013 verður próf nr. 201302 haldið á Akranesi. Þetta er 16 prófið sem haldið er þar í samfelldri röð prófa sem haldin hafa verið í apríl ár hvert síðan 1998.