Opnað hefur verið fyrir skráningu á próf nr. 202502 sem haldið verður við Sílatjörn í Hvítársíðu laugardaginn 10. maí nk.
Opið verður fyrir skráningu þar til á miðnætti 30. apríl. Þátttakendum er bent á að greiða prófgjaldið kr.8.500 inná reikning HRFÍ 0515-26-707729 og kt. 680481-0249. Eins er þátttakendum bent á að til að geta tekið þátt þarf stjórnandi að vera búinn að greiða ársgjald í HRFÍ og ef eigandi er annar en stjórnandi þarf viðkomandi líka að vera búinn að greiða ársgjald í HRFÍ.
Dómari verður Sigurður Magnússon, fulltrúi HRFÍ verður Gunnar Örn Arnarson
Prófstjóri verður Guðlaugur Guðmundsson
Að venju verða veitt verðlaun fyrir besta hundi í flokki og eru þau veitt af Eukanuba. Þeir hundar sem ná fyrstu einkunn í sínum flokki hljóta einnig verðlaun frá deildinni.
Sílatjörn er vel staðsett og flott prófsvæði þar sem eru aðstæður líkar veiðum, gott aðgengi og gott prófsvæði fyrir próf og áhorfendur, að venju skerpum við á umgengni á prófstað og góða skapinu.
Við vonumst eftir góðri skráningu, vinsamlega verið í sambandi við prófstjóra ef þið getið starfað á prófinu, eins þátttakendur sem geta unnið í öðrum flokkum.
Styrktaraðilar eru www.eukanuba.com og www.bendir.is

