Ársfundur Retrieverdeildarinnar var haldinn fimmtudaginn 20. febrúar í fundarsal HRFÍ á Melabraut. Fundurinn var vel sóttur, hefðbundin aðalfundarstörf fóru fram og ný stjórn var kjörin. Ný stjórn hefur þegar komið saman og skipt með sér hlutverkum.
Guðni Þór Björgvinsson, formaður
Sólrún Dröfn Helgadóttir, gjaldkeri
Gísli Már Árnason, ritari
Margrét Pétursdóttir, meðstjórnandi
Dagný Hinriksdóttir, meðstjórnandi
Fundargerðir aðalfundarins og fyrsta fundar nýrrar stjórnar eru nú aðgengilegar á heimasíðunni.
Ný stjórn hlakkar til að halda áfram að vinna í þágu deildarinnar og efla það góða starf sem byggt hefur verið upp í gegnum árin.
Stjórn Retrieverdeildar