Jólasýning 28. desember 2024

Jólasýning Retrieverdeildar verður haldin 28. desember 2024.

Sýningin verður í húsnæði HRFÍ á Melabraut 17 Hafnarfirði.

Áætlað er að dómar hefjist kl 10:00 og stendur fram eftir degi.

Dómarinn verður Richard Stafford (GB).

Richard eignaðist sinn fyrsta Labrador árið 1978, svarta tík, hann ræktaði sitt fyrsta got árið 1980. Hann hefur sýnt alla liti af Labradorum og Labradorar frá honum hafa gert vel og margir orðið meistarar og verið í top sætum í Bretlandi. Labrador sem hann á og ræktaði hefur unnið BOB á Westminster sýningu í Bandaríkjunum 2019. Hann hefur unnið Top Labrador í Bretlandi 2010 (sameiginlegt), 2011, 2012 & 2014. Árið 2018 hafði hann þá ánægju að dæma Labrador rakka á Crufts með metskráningu. Núna er hann að sýna unga svarta tík sem hefur verið sýnd 5 sinnum, hún var í 2. sæti á Crufts í ár og vann þrjá bestu hvolpa í tegund og eitt CC.

Richard byrjaði að dæma árið 1980. Hann fékk réttindi á sextán veiðuhundategundir og dæmdi veiðuhunda grúbbur. Á tíunda áratugnum átti hann og sýndi þrjá Sussex Spaniels. Hann hefur átt og sýnt aðrar tegundir og hef verið svo heppinn að gera nokkrar að meisturum í þessum tegundum, Weimaraner, Top 2012, Ungversk stýhærðar Vízlur Top 2014 og Dalmatíu.

Richard hefur verið svo lánsamur að dæma um allan heim.

Hann er formaður Welsh Kennel Club og ritari The Gundog Society of Wales. Hann hefur verið formaður Labrador Retriever klúbbsins, formaður Labrador klúbbsins of Wales, formaður Labrador Retriever ræktunarráðsins.

Richard Stafford ræktar undir ræktunarnafninu Farnfield Gundogs

Skráning fer fram á hundavefur.is
Skráning opnar 18. nóvember 2024 kl 12:00
Skráning lokar 13. desember 2024 kl 13:00 eða fyrr ef hámarksfjölda hunda hefur verið náð.

Hámarksfjöldi hunda er 100.