Stigaskor á veiðiprófum 2024 lokastaða

Nú er formlegri veiðiprófadagskrá lokið, próf 202411 var haldið á laugardaginn 7.september.

Stigahæstu hundar á veiðiprófum eru:

  • BFLW-23 OFLW-24 Drakeshead Fisk Of Leacaz, eigandi Sigurmon M. Hreinsson er í efsta sæti eftir 5 próf með 47 stig
  • Heiðarbóls Max, eigandi Gylfi Kristjánsson er í öðru sæti eftir 5 próf með 42 stig
  • BFLW23 OFLW-24  COOLWATER´S LJOSAVIKUR CONO, eigandi Ingólfur Guðmundsson er í þriðja sæti eftir 5 próf með 41 stig.

Eftir að fyrsta próf féll niður vegna aðstæðna og lélegrar aðsóknar hefur verið nokkuð þétt aðsókn og í meðalagi frekar há eða um 12,2 hundar í prófi.  samtals eru þetta 121 þátttökur í ár og í fyrra voru þær 149 og þá 12 próf, 10 próf voru tekin í ár.

Nýliðun er með mesta móti, 18 hundar bæst við af samtals 38 hundum sem er 47% og hærra en við höfum séð síðan 2017 en þá voru nýir hundar 20 eða 53% af heildar þáttakendum.  Ef horft er til nýliða í sportinu, þ.e. hafa ekki verið með hund áður er það í sögulegu hámarki síðan ég fór að halda utan um það.  Eða 13 einstaklingar sem gerir 34% af þátttakendum.

Eins er ljóst á þátttöku að nýliðun er framundan í ÚFL-B þar sem einungis 5 hundar hafa tekið þátt og mjög mikil og góð þáttaka í OFL eða 12 hundar og 49 skráningar sem gerir 40,5% af skráningum ársins til þessa sem er hæðsta sem við höfum séð.

Andinn á prófunum og í kringum starfið hefur verið góður, eftir að fyrsta prófið féll niður, líklega nokkrar ástæður fallið til, þá hefur aðsókn verið þétt og viðburðir rúllað vel og skipulega.

Kærar þakkir til þeirra er standa að prófunum, veiðinefnd, stjórn, dómarar, prófstjórar, þátttakendur og allir sjálfboðaliðar sem koma að starfinu.  Án ykkar væri starfið ansi þunnt.

Styrktaraðilar: Eukanuba gaf verðlaun á öllum prófum og Bendir styrkir starfið vel að vanda.

Nota tækifærið og þakka fyrir mig.

Athugið að ef þið sjáið villu í þessum innslætti endilega sendið mér línu.

Kær kveðja,

Heiðar