Stigahæsti hundur á veiðiprófum 2022

Í kvöld heiðraði Retrieverdeildin stighæstu hunda á sýningum og stigahæsta hund á veiðiprófum 2022.

Elías Elíasson og ISFTCH Kola voru stigahæst 2022 með 69 stig á 5 veiðiprófum.  Þau voru með 1.einkunn á öllum þessum prófum og dómari valdi þau besta hund í 4 skipti af 5.  Frábær árangur hjá þeim og stöðugleiki í vinnu. Að auki getur Elías sótt um FTW-22 fyrir Kolu þar sem hún uppfyllir kröfur til þess titils og hún varð Íslenskur veiðimeistari (ISFTCH) einnig í sumar.

Í öðru sæti var Heiðar Sveinsson með OFLW-19 FTW-20 ISFTCH Heiðarbóls Dimmu með 42 stig í 3 prófum.

Í þriðja sæti var Sigurmon M. Hreinsson með BFLW-22 Kolkuós Úrsúlu með 27 stig á 5 prófum, þess skal getið að Úrsúla og Sigurmon byrjuðu í BFL en það eru færri stig veitt en í ÚFL.  

Lista yfir stigahæstu hunda á veiðiprófum má finna á síðu deildarinnar hér https://retriever.is/wp-content/uploads/2023/01/Stigah%C3%A6stu-hundar-%C3%A1-vei%C3%B0ipr%C3%B3fum-uppf%C3%A6rt-jan-23.pdf

Til hamingju Elli og Kola