Það hefur verið siður að halda utanum stigasöfnun á veiðiprófum á hverju sumri.
Nú þegar búið er að taka 8 próf og 2 eftir á dagskrá eru þetta stigin.
Elías Elíasson og Kola hafa átt fanta gott ár í ÚFL- b og tekið 5 1.einkunnir og 4 sinnum verið valin best í flokki. það gefur þeim toppsætið með 69 stig.
Það hefur verið gaman að taka þátt í prófum nú sem áður og andinn verið einstaklega léttur og skemmtilegur. Það er gefandi að vinna með hundunum okkar við það sem þeir eru ræktaðir til og njóta sín í.
í ár hafa 13 hundar tekið þátt sem ekki hafa komið áður og af þeim eru líka 5 aðilar sem ekki hafa verið virk í sportinu til þessa. Velkomin öll og það verður gaman að sjá ykkur njóta ykkar með hundunum áfram.
Til hamingju öll með hundana ykkar og gangi ykkur vel í verkefnum með þá.
Nú eru tvö próf eftir 27.ágúst við Draugatjörn og 10.september við Villingavatn. Bæði próf í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og skemmtilegir prófstaðir.
Vinsamlega farið yfir skortöflu og sendið inn leiðréttingar ef þið sjáið að eitthvað hefur misfarist.