Dómararnir á Meistarasýningu Retrieverdeildarinnar í maí hafa bæði ræktað og dæmt retrieverhunda í mörg ár og eru algjörir sérfræðingar í tegundunum. Það verður mjög spennandi að fá þau til landsins og dæma hundana okkar.
Hér er stutt kynning á dómurunum en ég mæli með að skoða heimasíðurnar þeirra ef að fólk vill kynna sér ræktunina þeirra nánar.
Margaret Brown kemur frá Skotlandi og hefur ræktað labrador undir ræktunarnafninu Ramsayville ásamt manni sínum síðan 1973.
Hundar frá Ramsayville ræktuninni hafa unnið fjöldan allan af sýningum og unnið yfir 100 meistarastig og vara meistarstig yfir árin. Þau hafa gert 10 hunda að sýningameisturum í Skotlandi og 2 sem þau fluttu inn að sýningameisturum í Englandi og einnig náð miklum árangri með ræktunina sína í hinum ýmsu löndum.
Ástríðan fyrir hundum hefur gert Margaret kleift að dæma labrador út um allan heim og er hún virkilega þákklát fyrir það.
Sjá nánar um ræktuninna þeirra hér
Liam Moran kemur frá Írlandi og hefur ræktað golden retriever, flat coated retriever og gordon setter undir ræktunarnafninu Woodmore með syni sínum Brian síðan 1988.
Liam hefur dæmt retrieverhunda á deildarsýningum um flest alla Evrópu, Canada, Ástralíu og Rússlandi.
Woodmore hundar hafa náð miklum árangri á sýningum og hafa unnið fjöldan allan af deildarsýningum og grúbbum, 5 Best in show og tvisvar unnið Best in show á hinni virtu sýningu IKC, írska hundaræktarfélagsins.
Liam hefur ræktað 12 KC meistara, 3 alþjóðlega meistara, 4 ungliðameistara og 10 IKC meistara og 10 hundar hafa náð þeim árangri að vinna sér inn ræktunarleyfi frá enska hundaræktarfélaginu.
Sjá nánar um ræktuninna þeirra hér