Glæsileg dagskrá Retrieverdeildar hefur verið samþykkt af stjórn HRFÍ. Það verður nóg að gera hjá fólki að sýna og æfa sig á árinu.
Sú nýjung verður á þessu ári er að boðið verður upp á tvær deildarsýningar og ef allt gengur upp tvö sýninganámskeið með erlendum þjálfurum. Einnig er sú nýjung á vegum HRFÍ að í október verður boðið upp á alþjóðlegasýningu og fögnum við því.
Sýningaþjálfanir deildarinnar verða á sínum stað fyrir allar sýningar og byrjendanámskeið verða að öllum líkindum um vor og haust.
Til þess að það sé mögulegt að halda sýningar þarf sjálfboðaliða til að starfa í kringum sýningarnar bæði hjá deildinni og HRFÍ. Ég mæli eindregið með að fólk bjóði fram krafta sína og mæti og hjálpi til. Þetta eru létt verk og tekur venjulega ekki langan tíma ef margir taka þátt.
Aðalfundur Retrieverdeildar verður haldinn þann 15. mars næstkomandi og er þá um að gera að bjóða sig fram í sýninganefnd eða aðrar nefndir deildarinnar og taka þátt í öflugu starfi deildarinnar. Nýjir meðlimir eru ekki síður hvattir til að bjóða sig fram að starfa með deildinni enda kjörið tækifæri til þess að sækja sér reynslu.
Mars Norðurljósasýning HRFÍ.
7. maí Meistarasýning Retrieverdeildar, dómarar Liam Moran frá Írlandi og Margaret Brown frá Skotlandi.
Maí Sýninganámskeið með erlendum þjálfara. Verður auglýst þegar nær dregur.
Júní Alþjóðlegsýning og Reykjavík Winner.
Ágúst Norðurlandasýning HRFÍ.
11. september Deildarsýning og Hólabergsbikarinn veittur, dómarar Judit Beke frá Ungverjalandi og Jan-Erik Ek frá Svíþjóð.
September Sýninganámskeið með erlendum þjálfara. Verður auglýst þegar nær dregur.
Október Alþjóðlegsýning HRFÍ.
Nóvember Winter Wonderland sýning HRFÍ.
Desember Heiðrun stigahæstu hunda á sýningum.