Ársfundur Retrieverdeildar 2022

Ársfundur Retrieverdeildarinnar verður haldinn þann 15. mars á skrifstofu HRFÍ í Síðumúla 15 kl. 20:00.


Dagskrá fundarins :

  1. Farið yfir ársskýrslu stjórnar fyrir árið 2021.
  2. Farið yfir rekstrarreikning 2021.
  3. Umræður og hugmyndir um þarfir okkar til húsnæðis og aðstöðu til
    æfinga.
  4. Kosið til stjórnar Retrieverdeildar. Tvö sæti laus í stjórn til tveggja ára.
  5. Val í nefndir.
  6. Önnur mál.

Samkvæmt reglum um ræktunardeildir er stjórn skipuð 5 stjórnarmeðlimum og eru þeir kosnir til tveggja ára, tveir og þrír í senn. Nú eru 2 sæti laus og eru það sæti Óla Þórs Árnasonar og Unnar Olgu Ingvarsdóttur.

Kosningarrétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni. Á fyrsta fundi eftir ársfund skal stjórn velja sér formann.

Við hvetjum ykkur kæru félagsmenn að gefa kost á ykkur til að starfa í stjórn og nefndum deildarinnar. Það er skemmtilegt að starfa í kringum áhugamálið, styrkur okkar er að sem flestir gefi kost á sér og að þátttakendur séu með mismunandi sýn og áhuga. Þá verður starfið fjölbreyttara og meiri líkur á að það falli að fjöldanum. Ávallt vantar fólk til að starfa í sýninganefnd og á árinu er á dagskrá að halda 2 deildarsýningar bæði í maí og september. Til að geta haldið þessar sýningar þarf mannskap til þess að undirbúa og setja upp sýningarnar og þess vegna væri frábært að fá sem flesta í nefndina. Það er bæði skemmtilegt og lærdómsríkt að vera í sýninganefnd og engrar sérþekkingu er krafist.

F.h. stjórnar
Sunna Birna Helgadóttir