Breytingar á dagskrá sumar 2021

Covid heldur áfram að hafa áhrif á okkur og þá er að aðlaga sig að því.

Helgarpróf sem var áætlað 5. og 6. júní nk. með Boye Rasmussen frá Danmörku verður að eins dags prófi þar sem Kjartan I. Lorange dæmir laugardaginn 5. júní og Hávar Sigurjónsson verður fulltrúi.

Boye Rasmussen kemur svo til okkar ef aðstæður leyfa í september og þá verða tvö próf sitthvoru megin við deildarsýningu, 17. september og 19. september.

Oliver Kiraly sem ætlaði að vera með veiðihunda námskeið fyrir deildina 26. og 27. júní kemur því miður ekki í ár og er planið að fá hann næsta ár.

nýja uppfærða dagskrá má finna hér