Úrslit frá síðasta veiðiprófi ársins 201913

Í blíðunni í morgun kláraði Retrieverdeildin síðasta veiðipróf ársins við Tjarnhóla.

Sigurmon M. Hreinsson dæmdi, fulltrúi var Halldór G. Björnsson og prófstjóri Þórhallur Atlason.

Prófað var í BFL og OFL.

Bestu hundar voru.

BFL, Ljónshjarta Fluga með 1.einkun, eigandi og stjórnandi Guðmundur Ragnarsson

OFL, Klettavíkur Kara með 1.einkun, eigandi og stjórnandi Karl Andrés Gíslason.

Það bar þó til tíðinda að allir hundar þ.e. 5 í BFL og 4 í OFL luku prófi með 1.einkun.  Frábært skor og flottur endir á góðu sumri.

Tveir hundar unnu sér rétt til að sækja um árstitil Retrieverdeildar eftir þetta próf.  Bergmáls Blíða Ronja hefur uppfyllt skilyrði til að sækja um BFLW-19 og Klettavíkur Kara hefur uppfyllt skilyrði til að sækja um OFLW-19.

Öll úrslit og umsagnir eru komin inn á heimasíðuna.

Til hamingju með flott próf allir.

Við þökkum styrktaraðilum, Eukanuba, Bendi og Hyundai.

Starfsmenn fá nú sem fyrr kærar þakkir fyrir gott starf.

Í sumar hafa verið haldin 13 próf,127 skráningar og 43 hundar tekið þátt þar af 16 nýliðar.  Þetta er mesta aðsókn að prófum í 5 ár og gaman að sjá svona góða nýliðun.

Næst á dagskrá er uppskeruhátíð veiðiprófa okkar Retrieverfólks sem verður haldin 19.október með Meistarakeppni (ath ekki bara fyrir MEISTARA heldur erum við öll meistara á okkar sviði og því er þetta fyrir okkur öll að taka þátt og skemmta okkur.  Prófað er  með dummy í líkingu við WT.  Svo verður matur og gleði um kvöldið með verðlaunaafhendingu og eins verður stigahæsti hundur heiðraður.

Á myndinni hér að neðan eru:

Þórhallur Atlason prófstjóri, Halldór Garðar Björnsson fulltrúi HRFÍ, Guðmundur Ragnarsson, Ljónshjarta Fluga, Karl Andrés Gíslason, Klettavíkur Kara og Sigurmon Hreinsson.