Búið að opna fyrir skráningu á Meistarakeppnina 19.október

19.október n.k. verður Meistarakeppnin haldin, hún er einskonar uppskeruhátið veiðiprófanna. Staðsetning er áætluð við Sólheimakot.

Stefnt er að því að halda hana með sama hætti og verið hefur, það er prófað í tveimur flokkum um daginn og svo matur, verðlaun og eitthvað meira um kvöldið.

Að auki verður sá háttur hafður á að verðlaun fyrir stigahæsta hund á veiðiprófum 2019 verða veitt þetta kvöld.

Prófstjóri verður Þórhallur Atlason.

Nánari upplýsingar um kvöldið koma fljótlega og eins dómara.

Munið að fara vel eftir leiðbeiningum við skráningu og greiða gjaldið núna inná reikning deildarinnar en ekki reikning HRFÍ.

Reiknisnúmer Retrieverdeildar HRFÍ er 0322-26-010809, kt: 610809 0490.