Uppskeruhátíð / Meistarakeppni fyrir retriever hunda.
Næsta Meistarakeppni fyrir retriever hunda verður haldin 13.október 2018 við Sólheimakot, opnað hefur verið fyrir skráningu. Meistarakeppni er ætluð fyrir alla og nafnið kannski rangt í því samhengi. Hér gefst öllum kostur á að mæta með sinn hund, fara í skemmtileg próf þar sem dummy eru notuð og fá stig fyrir það. Ljúka svo deginum í skemmtilegri veislu að hætti Retrieverdeildar með fólki sem hefur einlægan áhuga á retriever hundum og öllu sem því tengist, ekki síður er áhugi að að skemmta sér og hafa gaman
Keppt verður í tveimur flokkum:
- Minna vanir: Opið fyrir alla hunda sem ekki hafa tekið þátt í ÚFL-B á prófi.
- Meistaraflokkur: Opið fyrir alla hunda.
Ekki er hægt að skrá sama hundinn í báða flokkana.
Til að skrá sig þarf að fara inná skráningarlink neðst hægra megin á heimasíðu.
Lesið vel skilmála sem eru á skráningarsíðu.
Fyllið út og staðfestið.
Skráningargjald er kr.4.800,-
Ef skráðir eru fleiri hundar frá sama stjórnanda þá greiðist kr. 2.400,-
Matur á sameiginlegu kvöldverði er innifalið í prófgjaldi. Ef þátttakandi getur ekki mætt um kvöldið er ekki lækkun á prófgjaldi.
Allir eru velkomnir í matinn, skrá sig þá hjá sigrungullu@gmail.com, gjaldið er kr.4.500,-
Allar greiðslur leggjast inná reikning Retrieverdeildar, reikningsnr: 0701 26 610809, kt610809 0490. Staðfestingu á greiðslu skal senda á prof@retriever.is. skráning verður ekki tekin gild nema greiðsla berist innan sólarhrings frá skráningu.
- Rásröð verður í höndum prófstjóra.
- Stefnt er að því að hafa tvo dómara.
- Prófið fer þannig fram að settar verða upp 5 stöðvar með mismunandi verkefnum.
- Veitt verða stig fyrir hverja stöð og samanlagður árangur raðar upp hundum.
- 0 stig á stöð veldur því að hundur fellur úr keppni.
- Stigagjöf er í takt við stigagjöf á “Working Test”
- Notuð verða “dummy” á prófinu.
- Raðað verður í 3 efstu sætin og veitt verðlaun fyrir hvert sæti.
- Hrafnsvíkurræktun gefur farand og eignarbikar í hvorum flokki fyrir fyrsta sæti.
Stigareglur úr “Working Test” vinnuprófi:
10. Leiðbeiningar fyrir dómara fyrir stigaskor.
Það eru gefin stig frá 0-20 á hverjum pósti.
Ef um brottvísunarbrot er að ræða skal þátttakandi stoppaður. Ef þátttakandi fær 0 stig á stöð stenst hann ekki próf en má halda áfram þátttöku í prófinu óski hann þess.
Hundur þarf að leysa allt verkefnið til að fá 1-20 stig.
Ef hundur t.d. tekur ekki upp dummy, fær hann ekki stig og því ekki WT verðlaun.
Mistök eru vegin af dómara og við það mat er miðað við hvaða áhrif mistökin hafa á veiðar, t.d. er munur á hundi sem er svo óstöðugur á hæl að hann sér ekki markeringu og hundi sem ekki sér markeringu en tekur vel stýringu í markeringu.
0 stig -brottvísun, sjá lista/verkefnið er ekki leyst.
1-10 stig – mjög óörugg vinna þar sem hundurinn á í vandræðum með að leysa verkefnið og vinnan einkennist af mörgum og ólíkum göllum.
11-15 stig – góð vinna þar sem hundurinn leysir verkefnið, smávægilegir gallar samþykktir.
16-20 stig – sannfærandi frammistað þar sem hundur og stjórnandi vinna vel saman. Verkefnið er leyst þannig að það virkar einfalt. Árangur endurspeglar hæfileika hundsins og hann gerir ekki mistök í vinnu.
Það er mælt með því að dómarar skrifi minnispunkta hjá sér.
Ef stig eru jöfn er þeim sem sem hefur verið stighæstur á stöð raðað fyrst.
Hér eru dæmi um pósta sem gætu verið í uppsetningu. Uppsetning er svo í höndum dómara og prófstjóra:
Dæmi um pósta minna vanir:
- Einföld stutt markering
- Tvöföld stutt markering
- Tvöföld lengri markering
- Stutt tvöföld línumarkering.
- Stuttar stýringar
- Einföld eða tvöföld markering með stýringu út frá
Dæmi um pósta meistaraflokkur
·
- Allt sem er fyrir minna vana.
- · Þreföld markering.
- Línumarkeringar, langar og stuttar
- Stýring á milli markeringa
- Stuttar og langar stýringar.
- Stýring í gegnum lykt.
Ekki er víst að alltaf verði óskað eftir að hundur ráði hvaða markeringu hann sækir fyrst.
Það er alltaf einn hundur í einu á pósti.
Hælganga verður jafnframt dæmd.
Frjáls leit verður ekki í uppsetningunni.
Athugið að upptalning er ekki tæmandi, heldur sett fram sem dæmi um hvernig póstar geta verið hugsaðir.
Að lokinni keppni verður efnt til kvöldverðar og skemmtikvölds í Sólheimakoti sem verður nánar útfært á næstu dögum. Eins og áður er greint frá er maturinn um kvöldið innifalinn í prófgjaldi.
Það er vonandi að sem flestir geti nýtt sér þessa skemmtilegu viðbót við starfið og notið samvista við hunda og menn á þessum degi.
Veiðinefnd og stjórn Retrieverdeildar.