Búið að opna fyrir næstu próf 201707-08 í Ölfusi og við Draugatjörn. Undanfarin ár hefur verið prófhelgi með útilegu í ágúst og er reyndar fyrir því löng hefð. Nú verður breytt útaf og verður prófhelgin á suðvesturlandi. Prófdómari verður Pål Bådsvik frá Noregi, fulltrúi HRFÍ Margrét Pétursdóttir og Sigurður Magnússon, prófstjórar verða Jens Magnús Jakobsson og Þórhallur Atlason. Sem fyrr verður Retrieverbikarinn (Kolkuósbikarinn) veittur fyrir besta hund í ÚFL-B seinni daginn. Nú er komið að því að fylla prófin taka þátt í þessum flottu viðburðum.