Nú er lokið seinni degi í veiðiprófum á Deildarviðburðinum. Próf 201706 fór fram á Húsafellssvæðinu. 9 hundar tóku þátt og prófað var í BFL og ÚFL-B Prófdómari var Heidi Kvan, fulltrúi HRFÍ var Guðmundur A. Guðmundsson og prófstjórar Arnar Tryggvason og Heiðar Sveinsson. 7 hundar tóku þátt í BFL og allir í einkun, sambland af reyndu og óreyndu fólki og hunar allt frá 11 mánaða. Frábær frammistaða hjá öllum og vel unnið úr þeim verkefnum sem sett voru upp. Bjarni Holm eiginmaður Heidi Kvan sem er líka dómari vann að uppsetningu á ÚFL-B með Heidi og settu þau upp krefjandi og athyglisvert próf.
Tveir hundar tóku þátt og skiluðu sér báðir í einkun og var dómari mjög sáttur við hundana. í BFL var besti hundur Réttarholts Korpu Rex með 1.einkun, eigandi og stjórnandi Elías Frímann Elvarsson. í ÚFL-B var besti hundur ISFtCh Ljósavíkur Lotta með 1.einkun , eigandi og stjórnandi Jens Magnús Jakobsson. Um helgina var einnig keppt um Deildarbikarinn eða Hólabergsbikarinn, þann bikar hlýtur sá hundur sem er með flest stig samanlagt frá deildarsýningu og veiðiprófi seinni daginn. Að þessu sinni hlaut ISFtCh Kola þennan bikar með samanlagt 17,2 stig, eigandi og stjórnandi Heiðar Sveinsson. Eins og fyrr var þessi helgi algjörlega frábær, andinn í hópnum alveg til fyrirmyndar hvort sem er í kringum veiðipróf eða sýningu. Samheldnin og vinskapurinn mjög mikill. Grillið klikkaði ekki frekar en fyrr. Dómarar og starfsfólk kærar þakkir fyrir ykkar framlag. Þátttakendur þið voruð öll sem eitt algjörlega frábær.